16.03.1987
Neðri deild: 64. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 4244 í B-deild Alþingistíðinda. (3904)

321. mál, vaxtalög

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Ég tel að það frv. sem hér er til meðferðar sé eitt versta frv. þessa þings og er þá langt til jafnað. Í fyrsta lagi eru engin ákvæði í þessu frv. sem draga úr þeirri okurlánastarfsemi sem hefur viðgengist á undanförnum misserum og Hæstiréttur hefur í raun og veru staðfest að sé heimil.

Í öðru lagi staðfestir frv., ef samþykkt verður, vaxtaokursstefnu Seðlabankans óbreytta sem þýddi 17-18% raunvexti á síðasta ári. Þrátt fyrir þetta tel ég að brtt., ef hún yrði samþykkt, sé illskárri en ekkert og segi þrátt fyrir þetta já við till.