16.03.1987
Neðri deild: 64. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 4250 í B-deild Alþingistíðinda. (3925)

308. mál, jarðræktarlög

Frsm. landbn. (Stefán Valgeirsson):

Herra forseti. Þetta mál er rétt komið til deildarinnar og það hefur ekki verið haldinn fundur í nefndinni síðan. Þetta eru minni háttar breytingar sem landbn. Ed. gerði á frv. að beiðni búnaðarþings. Ég get ekkert um þetta mál sagt frekar, en fyrir mitt leyti mundi ég mælast til þess að þetta yrði samþykkt. Hins vegar verður fundur í landbn. á morgun um annað mál. Ef til vill er forseti fús að fresta málinu ef mótmæli kæmu frá einhverjum nefndarmönnum við að þetta sé tekið fyrir.