16.03.1987
Neðri deild: 65. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 4274 í B-deild Alþingistíðinda. (3961)

119. mál, umferðarlög

Forseti (Ingvar Gíslason):

Á þskj. 954, sem dreift er hér á fundinum í ljósriti, er svohljóðandi tillaga:

Í hóp þeirra, sem rétt eiga á að tilnefna fulltrúa í Umferðarráð, bætist: Náttúruverndarráð og landlæknir.

Það hefur verið óskað eftir því að greidd yrðu atkvæði um till. í tvennu lagi, en á því eru nokkur vandkvæði hvernig skipta skal tillögutextanum.