16.03.1987
Neðri deild: 65. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 4276 í B-deild Alþingistíðinda. (3968)

119. mál, umferðarlög

Forseti (Ingvar Gíslason):

Forseti á úrskurðarvald um þetta og hann telur að þessi till. sé ekki þannig að það sé hægt að greiða um hana atkvæði svo að úr verði heilleg setning. Þess vegna er það í rauninni efnislega rétt sem hv. 3. þm. Reykv. hefur bent á. En æskilegt væri ef tillögumenn vildu tjá sig um þetta og við reyndum að greiða úr þessu því að það er ljóst í rauninni hvert efnið er. En orðalagið er mjög slæmt.