16.03.1987
Neðri deild: 65. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 4294 í B-deild Alþingistíðinda. (4025)

340. mál, staðgreiðsla opinberra gjalda

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Ég ætlaði að mæla fyrir brtt. sem ég flyt ásamt hv. þm. Pétri Sigurðssyni. Það er brtt. við 5. gr. þessa frv., en þar segir:

„Nú berst skrifleg ósk um það frá minnst 25 af hundraði atkvæðisbærra sóknarbarna í prestakallinu innan sjö daga frá því að niðurstöður voru kynntar, sbr. 4. gr., að almennar prestskosningar fari fram í prestakallinu og er þá skylt að verða við því.“

Ég tel að þessi bókstafur sé markleysa ef hlutfallið er svona hátt, 25%. Að því er Reykjavík varðar er hann auðvitað gjörsamlega út í hött og snertir engan veruleika. Það er útilokað að ná slíku nema við alveg afbrigðilegar aðstæður á viku. Þess vegna höfum við, ég og hv. þm. Pétur Sigurðsson, 12. þm. Reykv., flutt brtt. um að í staðinn fyrir 25 af hundraði atkvæðisbærra sóknarbarna í prestakallinu verði orðin: 10 af hundraði atkvæðisbærra sóknarbarna í prestakallinu.

Umræðu frestað.