16.03.1987
Neðri deild: 65. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 4312 í B-deild Alþingistíðinda. (4057)

320. mál, Vísindaráð og Rannsóknaráð ríkisins

Menntamálaráðherra (Sverrir Hermannsson):

Herra forseti. Þar sem nú er um að gera að hafa sem skemmstar signingar leyfi ég mér að vísa til framsögu minnar um þetta mál sem ég flutti hinn 9. febr. s.l. við 1. umr. í Ed. og er að finna í 15. hefti umræðukaflans.

Þetta er mikilsvert mál sem gott samkomulag varð um í Ed., smávægilegar breytingar og engar efnisbreytingar. Ég vænti þess og legg raunar höfuðáherslu á að þetta mál nái afgreiðslu í hv. deild.

Ég leyfi mér, herra forseti, að leggja til að að lokinni þessari umræðu verði málinu vísað til 2. umr. og menntmn.