16.03.1987
Efri deild: 68. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 4354 í B-deild Alþingistíðinda. (4120)

340. mál, staðgreiðsla opinberra gjalda

Frsm. fjh.- og viðskn. (Eyjólfur Konráð Jónsson):

Hæstv. forseti. Þetta mál er komið frá Nd. sem gerði á því eina litla breytingu sem ég tel vera til bóta og sama er að segja um aðra þá nefndarmenn í hv. fjh.- og viðskn. sem ég hef getað borið málið undir.

Ég held að við hljótum öll að vera sammála um að þessi breyting sé til bóta, en hún er um það að ríkissjóður skuli greiða sveitarfélögum þann hluta persónuafsláttar sem ráðstafað er með ákveðinni dagsetningu eigi síðar en fyrir lok næsta mánaðar eftir eindaga staðgreiðslu opinberra gjalda, sbr. 3. lið.

Við leggjum sem sagt til að frv. verði hér og nú samþykkt eins og það kom frá Nd.