17.03.1987
Neðri deild: 67. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 4434 í B-deild Alþingistíðinda. (4212)

125. mál, opinber innkaup

Kjartan Jóhannsson:

Herra forseti. Ég hef undirritað þetta nál. með fyrirvara. Það er vegna þess að mér þykir það sem í þessu frv. felst eiginlega ekki nægilega markvisst og að þetta sé heldur ófullkomin lagasmíð þó að hún kunni að vera til nokkurra bóta. Ég tel að það sé nauðsynlegt að taka þetta mál til nánari skoðunar mjög fljótlega. Þó að ég geti þannig fellt mig við frv. tel ég að það þurfi að skoða nánar og hér þurfi að vera markvissari stefnumörkun á ferðinni. Ég undirrita nál. með fyrirvara um það að menn taki þessum málum nánara tak fljótlega.