17.03.1987
Neðri deild: 67. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 4435 í B-deild Alþingistíðinda. (4219)

359. mál, stofnun hlutafélagsbanka um Útvegsbanka Íslands

Friðrik Sophusson:

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir nál. meiri hl. fjh.og viðskn. í fjarveru hv. þm. Páls Péturssonar. Nefndin hefur fjallað um málið og kvaddi á sinn fund ýmsa aðila.

Nefndin varð ekki sammála um afgreiðslu málsins en meiri hl. leggur til að frv. verði samþykkt.

Það er ástæða til að taka fram sérstaklega að að beiðni Fiskveiðasjóðs athuguðu þeir lögfræðingarnir Þorgeir Örlygsson og Friðgeir Björnsson réttarstöðu starfsfólks Fiskveiðasjóðs og nefndinni sýnist að starfsmenn Fiskveiðasjóðs hljóti að njóta sömu réttinda og starfsmenn Útvegsbankans.

Undir þetta nál. rita, auk okkar hv. þm. Páls Péturssonar, þeir hv. þm. Ólafur G. Einarsson, Guðmundur Bjarnason og Halldór Blöndal.

Minni hlutarnir eru tveir og munu þeir gera grein fyrir álitum sínum.