18.03.1987
Sameinað þing: 65. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 4470 í B-deild Alþingistíðinda. (4290)

407. mál, réttur norrænna ríkisborgara til að nota eigin tungu í öðru norrænu landi

(Eyjólfur Konráð Jónsson):

Herra forseti. Hv. utanrmn. hefur skoðað till. til þál. um að heimila ríkisstjórninni að fullgilda samning um rétt norrænna ríkisborgara til að nota eigin tungu í öðru norrænu landi. Nefndin er sammála um að mæla með því að þessi þáltill. verði samþykkt.