18.03.1987
Efri deild: 71. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 4504 í B-deild Alþingistíðinda. (4354)

342. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Frsm. meiri hl. fjh.- og viðskn. (Eyjólfur Konráð Jónsson):

Hæstv. forseti. Hv. fjh.- og viðskn. hefur skoðað mál þetta eftir að það kom lítillega breytt frá hv. Nd. í gærkvöld. Við héldum fund í dag og fjölluðum um þessa brtt. og er nefndin sammála um að á hana verði fallist. Skýring á því sem þarna gerist kemur fram á blaði, sem ég bað um að yrði dreift á borð þm. en ég er með hér í nokkrum eintökum, þar sem það er skýrt að í einstökum tilfellum gætu einstæðir foreldrar með eitt barn á framfæri, eldra en fimm ára, fengið hærri skatta en er í dag. Auðvitað var aldrei til þess ætlast, heldur þvert á móti, og hæstv. fjmrh. bað um að þessi breyting yrði á gerð fremur en að bíða með það eftir störfum milliþinganefndarinnar eins og raunar margt annað sem þarf leiðréttingar við.

Ég held það þurfi engin orð um þetta að hafa, það hljóti allir að vera sammála því að við breytum þessu ekki aftur heldur föllumst á þessa brtt. og þar með frv. í heild.