18.03.1987
Neðri deild: 69. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 4522 í B-deild Alþingistíðinda. (4395)

Afgreiðsla frumvarps um almannatryggingar

Forseti (Ingvar Gíslason):

Forseti hefur reynt að hafa áhrif á þetta með viðtölum við menn í nefndinni og treystir sér ekki til þess að knýja meira á um það í sjálfu sér. Hér hlýtur forseti að vísa til þess sem er að gerast í nefndinni sjálfri og óskar eftir því að ef formaður heilbr.- og trn. er hér staddur geri hann grein fyrir þessu máli eftir því sem um er spurt. Forseti getur ekki beinlínis knúið á um það að nefndir skili álitum.