19.03.1987
Neðri deild: 71. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 4552 í B-deild Alþingistíðinda. (4429)

Afgreiðsla mála úr heilbr.- og trn. neðri deildar

Ólafur Þ. Þórðarson:

Herra forseti. Ég valdi ekki þá fulltrúa sem kallaðir voru á fund nefndarinnar til að gera þar grein fyrir afstöðu sinni til málsins. Það kom aftur á móti fram, eins og ég gat um áðan, að það var mikill munur á þeirra viðhorfi til þessa máls og mikill munur á viðhorfi til endurskoðunarinnar og framkvæmdar hennar. Það þykir ekki góð latína í bókhaldsfyrirtæki að láta bókhaldarann sjá um endurskoðunina líka. Það er annar maður fenginn til þess. Það er mikil spurning hvort það hefði ekki einmitt þurft að vera hliðstæð breidd í þeirri endurskoðun sem framkvæmd hefði verið á þessum lögum.