19.03.1987
Sameinað þing: 66. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 4565 í B-deild Alþingistíðinda. (4469)

Svar við fyrirspurn um húsnæðismál Þjóðskjalasafns

Hjörleifur Guttormsson:

Herra forseti. Fyrir tveimur dögum kvaddi ég mér hljóðs um þingsköp vegna þess að ekki hefur borist svar við fsp. sem ég lagði fram og heimiluð var til hæstv. menntmrh. og hæstv. fjmrh. um húsnæðismál Þjóðskjalasafns. Þessi fsp. var lögð fram 10. desember í sameinuðu þingi og óskað skriflegs svars. Ég bað um liðsinni hæstv. forseta fyrir tveimur dögum til þess að ganga eftir svari við þessu. Nú leyfi ég mér að inna eftir því hvernig hafi miðað og af því að báðir hæstv. ráðherrar eru hér viðstaddir vildi ég óska skýringa varðandi þetta mál, ef ekki er von á fsp. á þessum fundi.