19.03.1987
Sameinað þing: 66. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 4566 í B-deild Alþingistíðinda. (4470)

Svar við fyrirspurn um húsnæðismál Þjóðskjalasafns

Menntamálaráðherra (Sverrir Hermannsson):

Herra forseti. Mér þykir leitt að verða að skýra frá því að niðurstaða hefur ekki enn fengist milli ráðuneytanna í því með hvaða hætti húsnæði þessu skuli ráðstafað. Ekki þann veg að skilja, að sjálfsögðu verða þarfir Þjóðskjalasafns látnar sitja fyrir en að öðru leyti eru ekki ástæður til að kveða upp úr með endanlegu svari um niðurstöður. Ég legg áherslu á að engin hætta er á að við komum okkur ekki vel ásamt um þetta. Starfsmenn ráðuneytanna hafa verið að ræða um fyrirkomulag og framkvæmd. Þetta er stórt viðgerðarverkefni og margs að gæta í þessu sambandi og því er það að við höfum ekki komið saman heillegu svari enn sem komið er og þykir mér mjög miður.