11.11.1986
Sameinað þing: 14. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 723 í B-deild Alþingistíðinda. (576)

Þórður Skúlason sveitarstjóri fyrir RA 3 NE

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Borist hefur svohljóðandi bréf, dags. 10. nóv 1986:

„Ragnar Arnalds, 3. þm. Norðurl. v., hefur ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda til að sitja þing Sameinuðu þjóðanna og get því ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að 1. varamaður Alþb. í Norðurlandskjördæmi vestra, Þórður Skúlason sveitarstjóri, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt.

Salome Þorkelsdóttir,

forseti efri deildar.“

Þórður Skúlason hefur áður setið á Alþingi á þessu kjörtímabili og er hann boðinn velkominn til starfa.

Þá hefur borist svohljóðandi bréf, dags. 10. nóv. 1986:

„Birgir Ísl. Gunnarsson, 4. þm. Reykv., hefur ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að vegna forfalla 1. varamanns og þingsetu 2. varamanns taki 3. varamaður Sjálfstfl. í Reykjavík, Jón Magnússon lögfræðingur, sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta tilkynnist yður, herra forseti.

Ingvar Gíslason,

forseti neðri deildar.“

Þessu bréfi fylgir yfirlýsing um forföll 1. varamanns Sjálfstfl. í Reykjavík.

Jón Magnússon hefur áður setið á Alþingi á þessu kjörtímabili og er hann boðinn velkominn til starfa. Þá hefur borist svohljóðandi bréf:

„Eggert Haukdal, 7. þm. Suðurl., hefur ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég vegna anna heima fyrir get ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að 1. varamaður Sjálfstfl. í Suðurlandskjördæmi, Siggeir Björnsson bóndi, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt.

Ingvar Gíslason,

forseti neðri deildar.“

Siggeir Björnsson hefur áður tekið sæti á Alþingi á þessu kjörtímabili og er nú boðinn velkominn til starfa.

Þá hefur borist svohljóðandi bréf, dags. 10. nóv. 1986:

„Jón Kristjánsson 4. þm. Austurl., hefur ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að vegna forfalla 1. varamanns taki 2. varamaður Framsfl. í Austurlandskjördæmi, Þórdís Bergsdóttir húsmóðir, Seyðisfirði, sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um að fram fari í sameinuðu þingi rannsókn á kjörbréfi varamanns.“

Bréfi þessu fylgja yfirlýsingar um forföll 1. og 2. varamanns. Kjörbréfið þarf að rannsaka. En áður en horfið verður að því verður haldið áfram að gera grein fyrir bréfum sem borist hafa.

Hér er enn eitt bréf, dags. 10. nóv. 1986: „Guðrún Agnarsdóttir 3. landsk. þm., hefur ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna og get því ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis og þar sem 1. og 2. varamaður landskjörinna þm. Kvennalistans hafa tjáð mér að þeir geti ekki tekið sæti á Alþingi að óska þess að 3. varamaður landskjörinna þm. Kvennalistans, Kristín Ástgeirsdóttir, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um að fram fari í sameinuðu þingi rannsókn á kjörbréfi varamanna.

Ingvar Gíslason,

forseti neðri deildar.“

Þessu bréfi fylgja yfirlýsingar um forföll varamanna ásamt kjörbréfi.

Enn hefur borist svohljóðandi bréf, dags. 10. nóv. 1986:

„Halldór Blöndal, varaformaður þingflokks Sjálfstfl., hefur ritað mér á þessa leið:

„Þar sem Ragnhildur Helgadóttir, 10. þm. Reykv., dvelst nú erlendis í opinberum erindum og getur því ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér samkvæmt beiðni hennar og með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að vegna forfalla 1. varamanns, þingsetu 2. og 3. varamanns og forfalla 4. varamanns taki 5. varamaður Sjálfstfl. í Reykv., Bessí Jóhannsdóttir cand. mag., sæti á Alþingi í fjarveru hennar.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um að fram fari í sameinuðu þingi rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Ingvar Gíslason,

forseti neðri deildar.“

Bréfi þessu fylgir kjörbréf og yfirlýsingar um forföll.

Enn hefur borist svohljóðandi bréf, dags. 10. nóv. 1986:

„Eyjólfur Konráð Jónsson, 4. þm. Norðurl. v., hefur ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda til að sitja þing Sameinuðu þjóðanna og get því ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að vegna forfalla 1. varamanns taki 2. varamaður Sjálfstfl. í Norðurlandskjördæmi vestra, Ólafur B. Óskarsson bóndi, sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um að fram fari í sameinuðu þingi rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Salome Þorkelsdóttir,

forseti efri deildar.“

Þessu bréfi fylgir kjörbréf og yfirlýsing um forföll.