11.11.1986
Sameinað þing: 14. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 755 í B-deild Alþingistíðinda. (635)

134. mál, búseta í heimabyggð

Hjörleifur Guttormsson:

Herra forseti. Fyrirspyrjandi vék að stórmáli og hann benti réttilega á að þar gætu komið við sögu skammtímalausnir og stefnumörkun til lengri tíma, en hann nefndi ekki þá lausn sem er nærtækust og félli undir skammtímalausnina, þ.e. að skipta um ríkisstjórn í landinu og gerbreyta stjórnarstefnu sem er ein meginundirrót þess ófarnaðar sem við blasir í byggðamálum.