12.11.1986
Neðri deild: 11. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 822 í B-deild Alþingistíðinda. (709)

142. mál, lögtök og fjárnám

Flm. (Halldór Blöndal):

Herra forseti. Ég held að hv. þm. geri of mikið úr þeirri heimild sem hér er gert ráð fyrir. Ég hygg að hann viti það eins og ég að auðvitað mundu hreppstjórar ekki framkvæma lögtak nema eftir skýrum fyrirmælum fógeta. Ég hygg að engin hætta sé á því að slys af því tagi geti gerst. En ég hef á hinn bóginn síður en svo á móti því að þetta mál hljóti hina fyllstu skoðun í nefndinni þannig að alls réttaröryggis sé gætt. Fyrir mér vakir auðvitað fyrst og fremst það að ekki hlaðist óhæfilegur kostnaður á litla kröfu.