12.11.1986
Neðri deild: 11. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 823 í B-deild Alþingistíðinda. (710)

142. mál, lögtök og fjárnám

Jón Magnússon:

Virðulegi forseti. Ég taldi mér skylt að taka til máls um frv. vegna þess að ég hef nokkra þekkingu á því sem hér um ræðir þar sem ég hef gegnt störfum sem lögtaksfulltrúi í þremur sveitarfélögum og tel að fenginni reynslu vegna þeirra margvíslegu tilvika sem upp koma að það samrýmist ekki á neinn hátt réttaröryggi fyrir gerðarþola að ólöglærður maður framkvæmi slíkar gerðir.