17.11.1986
Neðri deild: 12. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 924 í B-deild Alþingistíðinda. (781)

150. mál, Skattadómur og rannsókn skattsvikamála

Landbúnaðarráðherra (Jón Helgason):

Herra forseti. Það er aðeins örstutt athugasemd vegna þeirra orða hv. 3. þm. Reykv. að ekki mætti gera sérstakt átak þegar þörf er á. Ég vildi undirstrika það sem ég sagði í mínu máli áðan að það var vegna augljósra þarfa sem ég lét athuga þetta fyrir nokkru síðan, hvernig bættri skipan yrði á komið, og niðurstaðan varð sú að gera þær ráðstafanir sem ég rakti og raunverulega er ætlað að ná þeim tilgangi sem þetta frv. á þskj. 160 gerir ráð fyrir. En að mati þeirra sem þá fjölluðu um, á hagkvæmari hátt.

Og í öðru lagi varðandi það að ekki sé tekið tillit til skýrslu nefndarinnar, sem skilaði sínu áliti í sumar og skipuð var af hæstv. fjmrh., þá skýrði ég frá því að því atriði sem að dómsmrn. víkur er verið að koma í framkvæmd.