18.11.1986
Sameinað þing: 17. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 936 í B-deild Alþingistíðinda. (793)

112. mál, hússtjórnarfræðsla

Fyrirspyrjandi (Salome Þorkelsdóttir):

Hæstvirtur forseti. Ég þakka hæstv. menntmrh. fyrir svör hans. Það kom fram að nú væru aðeins tveir hússtjórnarskólar starfandi í landinu. Fyrir einu ári síðan þegar hv. 10. landsk. þm. bar fram fsp. hér á hv. Alþingi um svipað efni kom fram að sex hússtjórnarskólar voru starfandi í landinu svo það er augljóst að þróunin er hröð í þessum efnum. Ég vil aðeins ítreka það sem ég sagði fyrr í máli mínu, þ.e. þýðingu þess að allt verði gert til þess að efla og auka heimilisfræðslu í framhaldsskólum.