18.11.1986
Sameinað þing: 18. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 976 í B-deild Alþingistíðinda. (838)

21. mál, áhrif markaðshyggju

Flm. (Svavar Gestsson:

)

Herra forseti. Ég þakka þolinmæði hæstv. forseta og vil benda hv. þm. Ólafi Þ. Þórðarsyni á að lesa opinberar tölur sem liggja fyrir um þróun íbúafjölda á Suðureyri við Súgandafjörð frá síðustu árum en þeim hefur fækkað úr nokkuð á sjötta hundrað þegar þeir voru flestir og, samkvæmt þeirri tölu sem hann las upp hér áðan, niður í liðlega 400. Þessi afrek liggja fyrir og ég endurtek tilboð mitt um að rannsóknin á áhrifum frjálshyggjunnar og markaðshyggjunnar beinist fyrst og fremst að byggðarlaginu Suðureyri við Súgandafjörð.