18.11.1986
Sameinað þing: 18. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 983 í B-deild Alþingistíðinda. (844)

135. mál, nýting sjávarfangs

Flm. (Guðni Ágústsson):

Herra forseti. Ég skal ekki lengja þessa umræðu á þessu stigi. Ég vil einungis þakka hv. þm. þær undirtektir sem þessi till. hefur fengið hér. Ég finn það og reyndar vissi að þetta hefur verið áhugamál margra manna um langt skeið. Því er góð vísa ekki of oft kveðin. Það tekur oft ár og áratugi að þróa og koma málum fram. Ég er sannarlega ánægður að hafa fundið að menn úr mörgum flokkum eru tilbúnir að halda undir þetta mál á Alþingi og fylgja því eftir í nefnd og síðar á þingi. Ég vænti þess að þetta mál fái góðan framgang og að ráðamenn átti sig á því að það þarf fjármagn til þess að nýta ýmislegt það sem nú fer forgörðum af verðmætum og þannig bæta hag þjóðarinnar.

Ég lýk máli mínu enn og aftur með því að þakka hv. þm. þær undirtektir sem þeir sýndu í dag.