25.11.1986
Sameinað þing: 20. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 1105 í B-deild Alþingistíðinda. (939)

130. mál, íþróttaaðstaða í Menntaskólanum við Hamrahlíð

Stefán Benediktsson:

Herra forseti. Ég biðst næstum því afsökunar á að blanda mér í þessa umræðu en vegna þess að minnst var á nýja siði flaug mér í hug að ég hef óvart svolitla innsýn inn í þessi mál og gæti bent hæstv, menntmrh. á eina leið í þessu máli sem er nokkuð fljótfarin til lausnar og kostar ekki ýkja mikla peninga. Hún er einfaldlega sú að kaupa svona um 2500 m2 uppblásið hús sem hægt er að setja niður á malbikaðan völl þarna á staðnum og draga að hreinlætisaðstöðu. Þetta allt saman ætti ekki að kosta mikið meira en 10-15% af þeim kostnaði sem almennt er reiknaður við gerð íþróttahúsa í dag.