25.11.1986
Sameinað þing: 20. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 1111 í B-deild Alþingistíðinda. (946)

149. mál, Þróunarsamvinnustofnun Íslands

Árni Gunnarsson:

Herra forseti. Þetta verður örstutt athugasemd. Það er ekki vansalaust að hér á Alþingi skuli umræða um þróunarmál fara fram í fyrirspurnarformi. Ég fagna að vísu þessari fsp., en það er orðið miklu meira en tímabært að hér á Alþingi fari fram alvarleg umræða um þróunarmál og þátt Íslands í þeim málaflokki.

Það er heldur ekki vansalaust, herra forseti, hversu illa Íslendingum gengur að uppfylla þau markmið sem aðildarþjóðir Sameinuðu þjóðanna hafa sett sér í sambandi við þróunaraðstoð og sem Alþingi sjálft hefur sett sér í sambandi við þróunaraðstoð