25.11.1986
Sameinað þing: 20. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 1112 í B-deild Alþingistíðinda. (948)

149. mál, Þróunarsamvinnustofnun Íslands

Fyrirspyrjandi (Sigríður Dúna Kristmundsdóttir):

Herra forseti. Örstutt athugasemd. Við skulum vona að þær getsakir sem ég varpaði hér fram gangi ekki eftir. Staðreyndirnar tala hins vegar sínu máli. Þróunarsamvinnustofnun Íslands fær ekki það fjármagn sem henni ber samkvæmt ályktun Alþingis. Hún hefur ekki ný verkefni tilbúin. Hún er að athuga ýmislegt. Það er sami stjórnarmeirihluti í Þróunarsamvinnustofnun Íslands og sá sem skammtar henni þau skammarlegu framlög sem hún má enn búa við. Það er skylda okkar sem hér sitjum að reyna að ráða í þennan gang mála og sjá fram í framtíðina.