03.12.1987
Sameinað þing: 25. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 1458 í B-deild Alþingistíðinda. (1050)

154. mál, deilur um forræði barna

Fyrirspyrjandi (Álfheiður Ingadóttir):

Herra forseti. Aðeins örstutt athugasemd vegna síðustu orða hæstv. ráðherra.

Ég er ansi hrædd um að heimild um sameiginlegt forræði foreldra muni ekki leysa þau erfiðu mál sem við erum hér að tala um, en þau munu væntanlega létta auðveldari málin þar sem fólk er kannski ekki að takast á um börnin heldur vilja báðir foreldrar halda áfram að hafa barnið í sinni forsjá sem mest. Erfiðustu málin held ég því miður að verði ekki leyst með sameiginlegu forræði.