07.12.1987
Efri deild: 16. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 1493 í B-deild Alþingistíðinda. (1094)

Frumvarp um stjórn fiskveiða

Skúli Alexandersson:

Herra forseti. Ég kem hér upp til þess að lýsa undrun minni á því að 2. dagskrármálið, stjfrv. um stjórn fiskveiða, sé tekið á dagskrá nú í hv. deild. Ég hef ekki orðið var við að málinu hafi verið hraðað svo á undanförnum vikum og mánuðum að nauðsynlegt sé að nú gefist ekki tími til þess að fjalla um málið lítillega í þingflokkum áður en það er rætt hér í deildinni. Ég tel einnig óeðlilegt að þetta mál lendi í þannig lagaðri umræðu að hún slitni í sundur. Ég legg því til og óska eftir því að þessari umræðu verði frestað og að umræðan verði hér í deildinni á morgun þannig að hún geti orðið samfelld og að þingflokkar hafi svigrúm til þess að fjalla um málið á þingflokksfundum nú á eftir.