07.12.1987
Neðri deild: 18. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 1555 í B-deild Alþingistíðinda. (1116)

40. mál, Útflutningsráð Íslands

Frsm. meiri hl. fjh.- og viðskn. (Páll Pétursson):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. á þskj. 190 frá meiri hl. fjh.- og viðskn. Nefndin hefur athugað frv. á fundum sínum, kvatt til fundar fulltrúa SÍF, Magnús Gunnarsson, frá SH Bjarna Lúðvíksson, frá SÍS Benedikt Sveinsson og frá Síldarútvegsnefnd Einar Benediktsson. Þá komu einnig Haraldur Haraldsson og Árni Reynisson á fund nefndarinnar. Meiri hluti nefndarinnar leggur til að frv. verði samþykkt. Undir þetta rita Páll Pétursson, Geir H. Haarde, Finnur Ingólfsson og með fyrirvara Kjartan Jóhannsson og Kristín Halldórsdóttir.