09.12.1987
Sameinað þing: 28. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 1652 í B-deild Alþingistíðinda. (1180)

193. mál, leiðtogafundur stórveldanna

Frsm. utanrmn. (Eyjólfur Konráð Jónsson):

Herra forseti. Ég mæli fyrir þeirri till. til þál. frá utanrmn. sem ég nú mun lesa, með leyfi forseta: „Tillaga til þingsályktunar um leiðtogafund stórveldanna frá utanríkismálanefnd.

Alþingi ályktar að senda Ronald Reagan, forseta Bandaríkjanna, og Mikhaíl Gorbatsjov, aðalritara miðstjórnar sovéska kommúnistaflokksins, heillaóskir í tilefni samnings um afvopnunarmál sem þeir hafa undirritað. Alþingi lætur í ljós þá von að áfanginn, sem náðist á fundi þeirra í Reykjavík, beri ríkulegan ávöxt í viðræðum þeim, sem nú eru að hefjast, og þær stuðli að varanlegum friði.“

Utanrmn. hefur á fundi sínum í dag orðið sammála um að flytja till. þá til ályktunar Alþingis sem ég nú hef gert grein fyrir og hefur haft samráð við alla þingflokka um efni hennar og form.