10.12.1987
Sameinað þing: 30. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 1742 í B-deild Alþingistíðinda. (1272)

145. mál, ólöglegur innflutningur myndbanda

Albert Guðmundsson:

Hæstv. forseti. Smá fyrirspurn til hæstv. dómsmrh. með þeim formála að ég tel ekki að opinberir aðilar séu undanþegnir þeirri skyldu, almennri umgengnisvenju meðal manna, að ráðast ekki með valdbeitingu á þá sem ekki hafa brotið af sér. Því vil ég spyrja: Mun hæstv. dómsmrh. sjá svo um að myndbandaleigur fái greidda leigu fyrir þau löglegu myndbönd sem lögreglan tók í sína vörslu 22. des. 1986 og 14. jan. 1987? Annað væri hreinn dónaskapur við þegna þessa lands.