10.12.1987
Sameinað þing: 30. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 1761 í B-deild Alþingistíðinda. (1296)

172. mál, fræðsluútvarp Ríkisútvarpsins

Fyrirspyrjandi (Danfríður Skarphéðinsdóttir):

Herra forseti. Í lögum um Ríkisútvarp nr. 68/1985 segir í 16. gr., með leyfi forseta:

„Ríkisútvarpið skal starfrækja fræðsluútvarp í samvinnu við fræðsluyfirvöld og skal veita til þess fé í fjárlögum.“

Í fjárlagafrv. því sem nú liggur fyrir og til stendur að afgreiða fyrir áramót kemur hvergi fram markaður tekjustofn til Ríkisútvarpsins til að reka fræðsluútvarp. Þess vegna hef ég leyft mér að spyrja hæstv. menntmrh. á þskj. 186: „Hvaða áætlanir eru um starfrækslu fræðsluútvarps Ríkisútvarpsins í samvinnu við fræðsluyfirvöld?"