10.12.1987
Sameinað þing: 30. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 1769 í B-deild Alþingistíðinda. (1308)

176. mál, staðgreiðslulán vegna sauðfjárafurða

Landbúnaðarráðherra (Jón Helgason):

Herra forseti. Ég skal ekki ræða um afurðalánin undir þessari fsp., en ég vildi leggja áherslu á að fjármögnun á greiðslum til bænda er miklu tryggari að sjálfsögðu eftir að hin nýju búvörulög voru sett en áður þar sem það er tekið skýrt fram hvernig greiðslu á samningsbundnum afurðum skuli háttað. Á þeim árum sem liðin eru síðan lögin tóku gildi hefur það gengið eftir í samræmi við ákvörðun laganna.