10.12.1987
Efri deild: 19. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 1773 í B-deild Alþingistíðinda. (1318)

195. mál, skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði

Fjármálaráðherra (Jón Baldvin Hannibalsson):

Herra forseti. Ég mæli fyrir frv. til laga um sérstakan skatt á verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Sérstakur skattur á skrifstofu- og verslunarhúsnæði var lagður á í fyrsta sinn á árinu 1979. Skatturinn hefur síðan verið lagður á árlega samkvæmt sér stökum lögum sem gilt hafa fyrir eitt ár í senn. Í ár er skatturinn lagður á samkvæmt I. kafla laga nr. 74/1986, um álagningu og innheimtu ýmissa tímabundinna skatta og gjalda á árinu 1987. Í endurskoðaðri tekjuáætlun fyrir 1986 er áætlað að innheimtar tekjur af honum verði um 165 millj. kr. Í frv. til fjárlaga fyrir árið 1988 er, eins og áður segir, gert ráð fyrir að framhald verði á skattlagningu þessari. Af þessum sökum er í frv. lagt til að ákvæði efnislega samhljóða 1. kafla laga nr. 74/1986, þar á meðal hvað varðar skatthlutfall, verði lögfest vegna álagningar opinberra gjalda 1988. Í tekjuáætlun fjárlagafrv. fyrir árið 1988 er gert ráð fyrir að álagning skattsins nemi 210 millj. kr. en innheimtan um 190 millj. kr., að meðtalinni innheimtu af eftirstöðvum fyrri ára.

Herra forseti. Ég legg til að frv. verði að lokinni 1. umr. vísað til fjh.- og viðskn.