10.12.1987
Efri deild: 19. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 1776 í B-deild Alþingistíðinda. (1326)

196. mál, söluskattur

Forseti (Karl Steinar Guðnason):

Ég vil upplýsa að á forsetafundi nú fyrir skömmu var tilhögun fundarins rædd og komist að þeirri niðurstöðu að ástæða væri til að taka þessi mál nú fyrir og halda áfram fundi þar til hægt væri að vísa málunum til nefndar. Mál þessi eru öll mjög tengd hvert öðru. Fjmrh. hafði haft samband við mig og spurt hvort ekki væri mögulegt að taka tillit til þessarar tengingar í framsöguræðu og forseti játti því. Ég skil hins vegar ummæli hv. 7. þm. Reykn. og beini því til fjmrh. að skoða þær röksemdir sem hann hefur þar fært fram.