12.12.1987
Efri deild: 21. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 1954 í B-deild Alþingistíðinda. (1449)

Vinnubrögð í efri deild

Forseti (Karl Steinar Guðnason):

Forseta er ljóst að það er mikið að gera hjá nefndum, mikið annríki. Hins vegar hafði ég ætlað mér að taka fyrir frv. til l. um húsnæðisstofnanir og húsbanka. Það hefði þurft að koma því til nefndar. Og þegar eru á leiðinni nál. vegna frv. um skatta á skrifstofuhúsnæði. Hafði ég hugsað mér að láta þingstörfin ganga sem greiðast.