12.12.1987
Neðri deild: 23. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 2025 í B-deild Alþingistíðinda. (1476)

47. mál, Húsnæðisstofnun ríkisins

Forseti (Jón Kristjánsson):

Þar sem nú bætist á mælendaskrá mun ég gefa tíu mínútna hlé á fundinum og bið þingflokksformenn að ræða við mig um hvort líkur eru á að ljúka þessari umræðu fyrir kvöldmat eður ei, hvort eigi að hafa kvöldfund hér eða ekki. Það er nauðsynlegt vegna starfsliðs þinghússins að vitneskja fáist um það. Það eru ekki það margir á mælendaskrá að það ætti að vera hægt að ljúka umræðunni. Ég ætla að gefa tíu mínútna hlé. (Gripið fram í: Nægja ekki fimm mínútur?) Það ætti kannski að nægja, en ég ætla samt að hafa það tíu mínútur og hefja fund aftur upp úr hálfsjö, fimm mínútur yfir hálfsjö. — [Fundarhlé.]

Það hefur orðið niðurstaðan af þeim viðræðum sem nú hafa farið fram að ljúka eigi þessari umræðu um þetta mál, 2. umr., hafa um það atkvæðagreiðslu, setja síðan annan fund og ljúka 3. umr. um málið. Þar sem er sýnt að þetta getur ekki orðið fyrir kvöldmat verður að halda kvöldfund til að koma þessu af. Verður fundi nú frestað og fram haldið kl. hálfníu. — [Fundarhlé.]