15.12.1987
Sameinað þing: 33. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 2188 í B-deild Alþingistíðinda. (1535)

1. mál, fjárlög 1988

Árni Gunnarsson:

Herra forseti. Með þál. sem samþykkt var á hinu háa Alþingi vorið 1985 var stefnt að því að fjárveitingar Íslendinga til þróunarsamvinnu nái því marki að nema 0,7% af þjóðarframleiðslu með reglubundinni aukningu framlaga næstu sjö árin. Undir þetta hefur Alþingi Íslendinga gengist, ekki aðeins innan sinna vébanda heldur og einnig á alþjóðlegum vettvangi. Á þessu ári voru framlög þingsins til þróunarsamvinnu 0,06% og eins og nú horfir verða þau lægri á næsta ári. Ég greiði ekki atkvæði.