15.12.1987
Sameinað þing: 33. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 2189 í B-deild Alþingistíðinda. (1540)

1. mál, fjárlög 1988

Hjörleifur Guttormsson:

Herra forseti. Framlög til Fiskimálasjóðs af hálfu ríkisins voru felld niður fyrir tveimur árum. Á 60. fundi Rannsóknaráðs ríkisins þann 29. júní sl. var samþykkt einróma, m.a. af þm. ríkisstjórnarinnar sem sæti áttu í Rannsóknaráði, að skora á ríkisstjórnina að veita 60 millj. til þróunar í fiskvinnslu í landinu. Í tillögunni var það sérstaklega tekið fram sem ósk Rannsóknaráðs að 30 millj. af þessari upphæð rynnu í gegnum Fiskimálasjóð til styrktar fyrirtækjum og verkefnum til slíkrar þróunar. Tillaga þessi er flutt í samræmi við þessa einróma ályktun Rannsóknaráðs. Ég segi já.