15.12.1987
Efri deild: 22. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 2201 í B-deild Alþingistíðinda. (1582)

195. mál, skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði

Guðrún Agnarsdóttir:

Herra forseti. Eins og kom fram í máli mínu þegar frv. var til umræðu fyrr í deildinni styður Kvennalistinn það, einkum vegna þess að við teljum mjög eðlilegt að þessi þáttur atvinnulífsins greiði sitt til samneyslunnar. Hann er, eins og þá kom fram í máli mínu, sérstaklega aflögufær nú eftir mikla þenslu og mikið góðæri, ekki síst í verslun. Þess vegna teljum við mjög eðlilegt að hann beri aukinn hlut til samneyslunnar sér að skaðlausu og munum styðja þær tillögur til hækkunar sem komið hafa fram hjá hv. 7. þm. Reykv.