20.10.1987
Sameinað þing: 6. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 209 í B-deild Alþingistíðinda. (164)

Sláturleyfi sláturhússins á Bíldudal

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Ég vil taka undir beiðni hv. 8. þm. Reykv. Þetta er mjög óvenjuleg staða sem upp er komin þar sem yfirlýst er af hæstv. landbrh. að sláturleyfið strandi ekki á ráðuneytinu heldur hinu að starfsmenn ráðuneytisins eða dýralæknar fáist til þess að vera til eftirlits með slátruninni. Það er auðvitað óviðunandi staða. Og til þess að hjálpa hæstv. ráðherra við að koma þessu máli fram held ég að það sé rétt að þingið afgreiði frv. og taki af allan vafa um hver rétturinn sé og hvar hæstv. ráðherra standi.