16.12.1987
Neðri deild: 27. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 2356 í B-deild Alþingistíðinda. (1716)

203. mál, heilbrigðisþjónusta

Frsm. heilbr.- og trn. (Ragnhildur Helgadóttir):

Herra forseti. Nefndin er að mestu leyti sammála um að mæla með samþykkt þessa frv. Eina undantekningin frá því er afstaða hv. 13. þm. Reykv., en hún hafði gert grein fyrir þeirri afstöðu sinni við 1. umr. málsins. Hún undirritar með fyrirvara, en að öðru leyti erum við sammála um að svo sé ástatt að það verði að framlengja að þessu sinni þetta ákvæði sem fjallar um sérstaka aðstöðu í Reykjavík og Garðakaupstað.