18.12.1987
Efri deild: 28. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 2478 í B-deild Alþingistíðinda. (1818)

196. mál, söluskattur

Sjávarútvegsráðherra (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Ég vildi aðeins leiðrétta misskilning sem hefur komið fram hjá hv. 7. þm. Reykv. Það er rétt skilið hjá honum að það stendur ekki til að endurgreiða innheimtan söluskatt. Hins vegar verður staðið við yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar með þeim hætti að niðurgreiðslur verða auknar. Því er það rétt skilið hjá honum að með þessari afstöðu hefur verið ákveðið að endurgreiða ekki innheimtan söluskatt, enda er það ekki hægt. En hins vegar verður staðið við viðkomandi yfirlýsingar með aukningu niðurgreiðslna.