18.12.1987
Efri deild: 29. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 2515 í B-deild Alþingistíðinda. (1867)

197. mál, vörugjald

Frsm. minni hl. fjh.- og viðskn. (Svavar Gestsson) (frh.):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. forseta fyrir að hlutast til um að hæstv. fjmrh. yrði kallaður á fund deildarinnar. Ástæðan til þess að ég bað um að ráðherrann yrði kallaður hingað er þessi ... (Forseti: Má ég aðeins grípa inn í? Það stendur svo á að það er atkvæðagreiðsla í Nd. og þar verður fjmrh. að vera.) Getum við ekki tekið þetta eftir hlé? (Forseti: Það er meiningin að fresta fundi á eftir kl. 3.30 í 45 mínútur. Við gætum tekið þetta dagskrármál eftir hlé og fresta ég því þessu máli um sinn.)