18.12.1987
Efri deild: 29. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 2524 í B-deild Alþingistíðinda. (1883)

196. mál, söluskattur

Forseti (Karl Steinar Guðnason):

Í tilefni af orðum hv. 7. þm. Reykv. um framgang mála hafði ég skilið það svo á samráðsfundi með formönnum þingflokka og forsetum að það væri samkomulag um að koma þessum málum frá deild. Það er mjög eðlilegt að þm. skuli vilja hafa fjmrh. viðstaddan við þessa umræðu og tel ég því ástæðu til að fresta þessum dagskrárlið þar til hann getur verið viðstaddur, en í þess stað væri mögulegt að taka til við 3. dagskrárliðinn sem er lánsfjárlög.