18.12.1987
Efri deild: 29. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 2524 í B-deild Alþingistíðinda. (1884)

196. mál, söluskattur

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Í fyrsta lagi var ekkert samkomulag gert um að þessi mál ættu að ganga í gegnum deildina heldur var rætt um að þau yrðu hér til umræðu og í öðru lagi kann ég ekki við að það séu tekin hér fyrir mál eins og lánsfjárlög án þess að nál. liggi fyrir. Stjórnarandstaðan hefur reynt að greiða fyrir fundahöldum eftir megni. Það hefur ekki verið friður til þess að ganga frá nál. Það liggur ekkert nál. fyrir frá minni hl. varðandi lánsfjárlögin. Gögn um það efni komu fyrst frá meiri hl. í morgun. Þetta mál má ekki taka á dagskrá fyrr en nál. liggur fyrir. Menn hafa ekkert verið að liggja á því að ganga frá nál., en það hafa verið stöðug fundahöld hér allan þennan sólarhring, enginn tími til að ganga frá nál. og ég hlýt að óska eftir því og krefjast þess að þetta mál verði ekki tekið fyrir fyrr en nál. liggja fyrir með eðlilegum hætti.