18.12.1987
Efri deild: 31. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 2540 í B-deild Alþingistíðinda. (1936)

47. mál, Húsnæðisstofnun ríkisins

Júlíus Sólnes:

Hæstv. forseti. Það hefur komið fram áður í virðulegri deild að við lögðum fram ítarlega grg. og brtt. við frv. hæstv. félmrh. Í frv. til l. um húsbanka eða húsnæðislánastofnanir á þskj. 170 og með brtt. við frv. til 1. um húsnæðismál á þskj. 256 höfum við þm. Borgarafl. í Ed. lagt fram tillögur sem bera með sér heildarendurskoðun húsnæðislánakerfisins.

Þar sem nú eru aðeins örfáir dagar til jóla og þingstörf ganga mjög treglega viljum við fyrir okkar leyti til að greiða götu húsnæðismálafrv. svo það megi verða að lögum fyrir jól draga þessar brtt. okkar til baka í trausti þess að þeim verði vel tekið þegar við munum leggja þær fram sem frv. á vorþinginu strax og það tekur til starfa á nýjan leik að jólaleyfi þm. loknu.