18.12.1987
Neðri deild: 30. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 2542 í B-deild Alþingistíðinda. (1943)

Uppprentun þingskjala

Geir H. Haarde:

Herra forseti. Mér er ljúft að upplýsa það atriði sem hv. 2. þm. Austurl. drepur hér á. Uppprentuð útgáfa þessa þingskjals er hin rétta og er eins og þingnefndin gekk frá henni. Hins vegar urðu þau mistök í frágangi hjá starfsmanni þingsins að hann strikaði yfir þetta eina orð og þetta skástrik sem ekki var ætlun nefndarinnar. Þegar það uppgötvaðist beitti hann sér auðvitað fyrir því í samvinnu við nm. að þetta yrði tekið inn aftur og þess vegna var skjalið prentað upp á nýtt. Hér eru því á ferðinni leið mistök sem ekki hafa nein efnisleg áhrif á þetta mál og ég fagna því að tækifæri gafst til að skýra þetta hér.