18.12.1987
Neðri deild: 31. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 2587 í B-deild Alþingistíðinda. (1996)

163. mál, veiting ríkisborgararéttar

Frsm. allshn. (Ólafur G. Einarsson):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir nál. allshn. við frv. til l. um veitingu ríkisborgararéttar. Nál. er á þskj. 355.

Þetta mál er komið frá hv. Ed. en þar var bætt við upphaflega frv. nöfnum 13 einstaklinga, bætt við þá 18 sem þar voru. Samtals er því hér um að ræða 31 einstakling sem ríkisborgararétt hlýtur, verði þetta frv. að lögum.

Nefndin hefur athugað frv. og gögn sem því fylgja og leggur einróma til að það verði samþykkt eins og það er komið frá hv. Ed.