19.12.1987
Efri deild: 33. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 2687 í B-deild Alþingistíðinda. (2056)

196. mál, söluskattur

Halldór Blöndal:

Hæstv. forseti. Til að taka af misskilning tel ég nauðsynlegt að fram komi að það ósamræmi, sem er raunar gamalt, er í 3. gr. laganna að vélar og tæki til notkunar í landbúnaði, sem heimild er til að fella niður söluskatt af, eru talin upp, en hins vegar tollnúmer varðandi t.d. vélar, tæki og búnað til notkunar í fiskvinnslu. Ég tel að 17. tölul. sé þess eðlis að eðlilegt sé að hliðstæð tæki, sem þar eru óupptalin, falli undir þessar undanþáguheimildir og vænti þess að sá skilningur sé almennur í nefndinni. Ég segi já.